Wikimapia is a multilingual open-content collaborative map, where anyone can create place tags and share their knowledge.

Bíldudalur | þorp

Iceland / Vestfirdir / Bildudalur /

Bíldudalur er þorp við sunnanverðan Arnarfjörð og er í raun eina þéttbýlið við fjörðinn. Staðurinn stendur við Bíldudalsvog sem gengur inn af firðinum. Norðan megin við voginn er Bíldudalsfjall og sunnan Otradalsfjall, en það er oft nefnt Bylta af heimamönnum. Í þorpinu búa alls 218 manns (2006). Áður tilheyrði Bíldudalur sér hreppi, Bíldudalshreppi, en er nú hluti af Vesturbyggð.

Bíldudalur á sér langa og merka sögu, þar var meðal annars einn af verslunarstöðum einokunarverslunarinnar. Fljótlega eftir að verslun var gefin frjáls í lok 18. aldar eignaðist Ólafur Thorlacius verslunina og rak þaðan þilskipaútgerð og flutningaskip og seldi fisk beint til Spánar. Pétur J. Thorsteinsson rak einnig mikinn atvinnurekstur á Bíldudal milli 1880 og 1910 með útgerð og verslun, og notaði til þess Péturskrónur. Á þeim tíma sem Pétur var útgerðarmaður fjölgaði íbúum og tók að myndast allstórt þorp á staðnum.

Nokkru eftir að Thorsteinsson flutti burtu tóku þeir Hannes Stephensen Bjarnason og Þórður Bjarnason við verslun og útgerð á Bíldudal.

Einn af þekktustu Bílddælingum er Guðmundur Thorsteinsson, sonur Péturs J. Thorsteinssonar, betur þekktur sem Muggur.

Árið 1918 var Hnúksá, ofan við bæinn, virkjuð.

Gísli Jónsson alþingismaður, átti um tíma miklar eignir á Bíldudal og kom hann á fót verksmiðjunni sem framleiddi Bíldudals grænar baunir og eftir þeirri afurð hefur fjölskylduhátíð á Bíldudal verið nefnd. Árið 1943 átti sér stað svokallað Þormóðsslys og var það mikið áfall fyrir Bíldudal og Bílddælinga því að í því fórust margir þorpsbúar.

Kirkja staðarins, Bíldudalskirkja, var byggð árið 1906 en áður sóttu Bílddælingar messu í Otradalskirkju.
Nearby cities:
Coordinates:   65°41'1"N   23°36'19"W
  •  21 km
  •  49 km
  •  55 km
  •  77 km
  •  85 km
  •  87 km
  •  183 km
  •  187 km
  •  192 km
  •  199 km
This article was last modified 14 years ago