Skutulsfjörður

Iceland / Vestfirdir / Isafjordur /
 fjörður, invisible (en)

Skutulsfjörður er stysti og vestasti fjörðurinn í Ísafjarðardjúpi. Kaupstaðurinn Ísafjörður stendur við fjörðinn. Tveir megindalir ganga inn úr Skutulsfirði, Engidalur og Tungudalur, og skilur fjallið Kubbi þá að. Í Engidal er kirkjugarður Ísfirðinga, sem og sorpbrennslustöð þeirra. Golfvöllur og skíðasvæði er í Tungudal en úr honum eru Vestfjarðargöng grafin yfir í Botnsdal í Súgandafirði og Breiðdal í Önundarfirði. Upp úr Tungudal ganga Dagverðardalur eða Dögurðardalur, sem segir frá í Gísla sögu, en þaðan lá áður þjóðvegurinn suður yfir Breiðadals- og Botnsheiði. Enn fremur liggur Seljalandsdalur upp af Skutulsfirði en þar var áður aðalskíðasvæði Ísfirðinga.

Árið 1994 féll snjóflóð í Seljalands- og Tungudali og eyðilögðust skíðamannvirki og sumarbústaðir.

Í fornu máli hét hann Skutilsfjörður. Helgi Hrólfsson á að hafa gefið honum nafn en hann fann þar „skutil í flæðarmáli“.
Nearby cities:
Coordinates:   66°4'48"N   23°6'27"W
  •  2 km
  •  12 km
  •  67 km
  •  112 km
  •  128 km
  •  134 km
  •  223 km
  •  227 km
  •  231 km
  •  239 km
This article was last modified 10 years ago