Lónafjörður

Iceland / Vestfirdir / Sudavik /
 fjörður, invisible (en)
 Upload a photo

Lónafjörður liggur milli Veiðileysufjarðar og Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum. Lónanúpur gengur fram í sjó sunnan við fjörðinn en andspænis honum er Múli. Lónafjörður er þröngur og snjóþungur, óaðgengilegur og erfiður yfirferðar; til dæmis er ekki hægt að ganga fyrir fjarðarbotninn nema á fjöru og þá eftir rifjum sem liggja góðan spöl frá landi, því að fyrir innan þau eru lón sem sögð eru botnlaus og ná að fjallinu Einbúa sem gengur fram í sjó í fjarðarbotninum. Í lónunum er mikið um sel.

Í Lónafirði hefur ekki verið byggð á sögulegum tíma þótt sagnir séu um búsetu þar, en utan við fjarðarmynnið að vestan var bærinn Kvíar, sem fór í eyði 1948.
Nearby cities:
Coordinates:   66°18'1"N   22°31'39"W
  •  37 km
  •  37 km
  •  103 km
  •  136 km
  •  157 km
  •  165 km
  •  247 km
  •  251 km
  •  254 km
  •  263 km
Array
This article was last modified 6 years ago