Seyðisfjörður

Iceland / Austurland / Seydisfjordur /
 fishing area (en), bær, seaport (en)

Seyðisfjörður er kaupstaður í botni samnefnds fjarðar á Austfjörðum.

Bærinn fékk “kaupstaðarréttindi” 1895 og var þá skilinn frá Seyðisfjarðarhreppi.

Seyðisfjörður er þekktur fyrir fjölskrúðugt menningarlíf en þar er árlega haldin Listahátíðin “Á seyði” en partur af henni eru sumartónleikaröðin “Bláa kirkjan” og “LungA”. Á Seyðisfirði má einnig finna menningarmiðstöðina Skaftfell sem stendur fyrir myndlistasýningum allt árið.

Bærinn á sér merka sögu sem hægt er að kynna sér með því að heimsækja Tækniminjasafn Austurlands sem hefur á safnasvæði sínu meðal annars elstu vélsmiðju landsins og fyrstu ritsímastöð landsins. Fjarðarselsvirkjun, gangsett 1913 í eigu Rarik, er fyrsta riðstraums- og bæjarveitan á Íslandi.

Til Seyðisfjarðar siglir færeyska ferjan M/F Norröna frá Þórshöfn í Færeyjum en þaðan siglir hún jafnframt til Danmerkur. Er þetta eina leiðin (utan þess að flytja bílinn með gámaskipi) fyrir þá sem vilja fara til og frá Íslandi á bíl.

Sjá einnig -
• Síða Seyðisfjarðarkaupstaðar: www.sfk.is/
• Um Austurland - Seyðisfjörður: isl.east.is/Forsida/Baejarfelog/Seydisfjordur
• Skaftfell: skaftfell.is/
• Mini-ciné: www.mini-cine.org/
• LungA: www.lunga.is/
• The Blue Church: www.blaakirkjan.is/
• Tækniminjasafn: www.tekmus.is/ens/ensumsafn0.htm
• Fjarðarsel: www.fjardarsel.is/
• Smyril Line — www.smyril-line.com/
Nearby cities:
Coordinates:   65°15'54"N   13°59'32"W
  •  16 km
  •  199 km
  •  387 km
  •  387 km
  •  398 km
  •  399 km
  •  401 km
  •  404 km
  •  434 km
  •  505 km