Skagaströnd

Iceland / Nordurland vestra / Skagastrond /

Skagaströnd er þorp á vestanverðum Skaga sem hefur verið sjálfstætt sveitarfélag, Höfðahreppur, síðan Vindhælishreppi var skipt í þrennt 1. janúar 1939. 11. september 2007 var tilkynnt um að nafni sveitarfélagsins hefði verið breytt í Sveitarfélagið Skagaströnd.

Aðalatvinnuvegur er sjávarútvegur. Einn þekktasti íbúi þorpsins er Hallbjörn Hjartarson, oft kallaður kúreki norðursins. Bærinn er einnig kallaður Kántríbær, eftir Hallbirni.

Skagstrendingar voru fyrstir til að fá í flota sinn frystitogara árið 1982, bar hann nafnið Örvar HU-21 og var smíðaður á Akureyri.

Fyrir ofan bæinn stendur fjallið Spákonufell og dregur það nafn sitt af gamalli þjóðsögu um spákonuna Þórdísi. Ef horft er á fjallið úr norðri eða suðri þykjast glöggir sjá andlit Þordísar steingervt í borgina.
Nearby cities:
Coordinates:   65°49'25"N   20°18'22"W
  •  99 km
  •  187 km
  •  195 km
  •  201 km
  •  205 km
  •  210 km
  •  224 km
  •  242 km
  •  311 km
  •  781 km