Stonehenge

United Kingdom / England / Larkhill /
 monument (en), neolithic age (en), henge (en), megalith (en), interesting place (en), UNESCO World Heritage Site (en), scheduled ancient monument (en), bronze age (en)

Stonehenge er mannvirki frá nýsteinöld og bronsöld, gert úr risasteinum staðsett við Amesbury í Wiltshire í Englandi, um það bil 13 km í norðvestur frá Salisbury. Stonehenge var upprunalega byggt sem virkisgarður sem er samansettur úr risastórum steinum og er einna þekktastur forsögulegra staða í heiminum. Fornleifafræðingar halda að steinarnir séu frá um 2500 f.Kr. til 2000 f.Kr. þó, að umlykjandi virkisgarðarnir og gröfin, séu elsti hluti fornminjanna, en þau eru frá því um 3100 f.Kr..

Stonehenge og nánasta umhverfi er á Heimsminjaskrá UNESCO síðan árið 1986. Staðurinn er friðaður að breskum lögum sem Scheduled Ancient Monument. Svipað mannvirki sem heitir Avebury, liggur ekki svo langt frá Stonehenge.
Nearby cities:
Coordinates:   51°10'43"N   1°49'34"W