Bresku Jómfrúaeyjar

British Virgin Islands / Tortola / Road Town /
 archipelago (en), invisible (en), British oversea territory (en)

Bresku Jómfrúaeyjar, Bresku Jómfrúreyjar eða Bresku Meyjaeyjar eru breskt yfirráðasvæði handan hafsins. Eyjarnar eru um fimmtíu talsins og eru nyrst í Litlu-Antillaeyjaklasanum. Þær eru hluti af Jómfrúaeyjaklasanum ásamt Bandarísku Jómfrúaeyjum og Spænsku Jómfrúaeyjum. Stærsta eyjan er Tortóla þar sem höfuðstaðurinn Road Town er.

Opinbert heiti Bresku Jómfrúaeyja er einfaldlega Jómfrúaeyjar (Virgin Islands) og er það nafn notað á opinber gögn.

Stærstu eyjarnar eru Tortóla, Virgin Gorda, Anegada og Jost Van Dyke, en auk þeirra tilheyra Bresku Jómfrúaeyjum um fimmtíu smáeyjar og rif. Fimmtán af eyjunum eru byggðar. Nokkrar eyjanna eru í einkaeigu, svo sem Necker-eyja sem er í eigu breska auðkýfingsins Richards Bransons. Um 23 þúsund af tæplega 28 þúsund íbúum búa á Tortólu. Eyjarnar fengu heimastjórn árið 1967 og íbúar hafa haft breskan ríkisborgararétt frá 2002, en eyjarnar eru þó ekki hluti af Evrópusambandinu. Helstu undirstöður efnahagslífs eyjanna eru fjármálaþjónusta og ferðaþjónusta. Yfir helmingur tekna ríkisstjórnar eyjanna kemur til vegna skráninga aflandsfyrirtækja.
Nearby cities:
Coordinates:   18°31'43"N   64°33'33"W
  •  798 km
  •  929 km
Array